„Það gerðist eitthvað sem ég réð alls ekki við.“ Persónusköpun og birtingarmynd samlíðanar í bókinni Grafarþögn eftir Arnald Indriðason.

  • Harpa Stefánsdóttir 1995-
Publication date
January 2020

Abstract

Þessi ritgerð er lögð fram sem B.A. verkefni í íslensku á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Hún fjallar um birtingarmynd samlíðanar í bókinni Grafarþögn eftir Arnald Indriðason. Ritgerðin hefst á almennri umfjöllun þar sem gerð verður stuttlega grein fyrir hugrænum fræðum. Í kjölfarið verða helstu hugtök sem notast er við skilgreind og minnst á kenningar sem þeim tengjast. Einnig verður vikið að helstu atriðum sem felast í skemakenningunni, hugarlíkönum og áhrifum persónusköpunar á samlíðan lesanda. Að almennum fræðilegum kafla loknum verður fjallað um bókina Grafarþögn en sú umfjöllun hefst á dálítilli greinargerð um Arnald Indriðason, höfund hennar. Meginþræðir bókarinnar verða síðan raktir í stuttu máli og fjallað verður um helstu persó...

Extracted data

We use cookies to provide a better user experience.